Lottópotturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver þeirra 103.160 kr. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Bíldshöfða, Reykjavík, Kvikk, Fitjum, Reykjanesbæ, áskrift og Lotto-appinu.
Tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Olís, Gullinbrú, Reykjavík og Shellskálanum, Hveragerði.