Í gær þurfti lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af fjórtán ára dreng í Hlíðarhverfi. Sá hafði tekið bíl ófrjálsri hendi og tekið fjóra jafnaldra sína á rúntinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá var ekið á þrettán ára pilt á vespu í Garðabæ. Hann slapp ómeiddur en vespan skemmdist eitthvað.
Nokkur ölvunarmál komu einnig á borð lögreglu síðasta sólarhringinn. Ökumaður, sem grunaður er um ölvunarakstur, var handtekinn í miðborginni eftir að hann keyrði á tvær bifreiðar og flúði af vettvangi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.
Tilkynning barst um ofurölvi konu sem lá á bílastæði í Kópavogi. Lögregla kom konunni í hendur aðstandenda. Í sama hverfi aðstoðaði lögregla mann sem var ofurölvi og hafði fallið af hjóli. Eftir að gengið hafði verið í skugga um að maðurinn væri óslasaður var honum og hjólinu ekið heim.