Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að veita bíl eftirför í Árbæjarhverfi í gærkvöldi, eftir að ökumaður hans sinnti ekki stöðvunarskyldu lögreglu. Eltingaleikurinn endaði ekki betur en svo að eftir að ökumaður bílsins ók inn á aðra aðrein, velti bíllinn í lausamöl og hálku.
Í bílnum var par og voru þau bæði flutt til aðhlynningar á bráðamóttöku. Ökumaður bílsins var síðar handtekinn vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var parið vistað í fangageymslu lögreglu.