Auglýsing

Fólk frá pakistönskum ættbálkum prófa íslenskt nammi

Afþreyingarvefurinn YouTube hefur að geyma margar perlur sem fáir hafa séð en Nútíminn hefur að undanförnu skoðað þau myndskeið sem merkt eru Íslandi. Eitt af þeim skemmtilegri myndskeiðum sem fundust með þannig leit snýst um íslenskt nammi.

Í myndskeiðinu er fólk frá einangruðum pakistönskum ættbálkum að prófa íslenskt sælgæti. Samkvæmt því sem fram kemur í myndskeiðinu var Íslendingur að nafni Baldvin Olsen sem hafði samband við þáttinn og sendi þeim nokkrar tegundir af íslensku sælgæti, þar á meðal hinn þjóðþekkta íslenska lakkrís. Pakistönunum þótti lakkrísinn líta út eins og rafmagnsvírar en það sem sló þó mest í gegn var hið íslenska Lindubuff.

Myndskeiðið er bráðfyndið og sjón er sögu ríkari!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing