Foreldrar eru upptekið fólk. Hér er samantekt yfir algengar skýringar og afsakanir sem foreldrar þurfa stundum að nota. Þetta gæti sparað þér tvær, þrjár mínútur ef þú afritar og geymir á góðum stað. Þær mínútur getur þú notað fyrir sjálfa/n þig og kannski sinnt áhugamálinu þínu eða farið í lengri sturtu.
1. Er of sein/n að sækja …
2. Er að svæfa
3. Er heima með veikt barn
4. Barn með gubbupest
5. Með barn á slysó
6. Á barn með unglingaveiki
7. Þarf að skutla
8. Öll fjölskyldan er með niðurgang
9. Er með eyrnabólgubarn
10. Er í barnaafmæli
11. Er að baka fyrir barnaafmæli
12. Að verða of sein/n í barnaafmæli
13. Erum á fótboltamóti
14. Nenni ekki að elda í kvöld
15. Amma og afi eru að passa
16. Lús í skólanum!
17. Fel mig á klósettinu til að fá smá frið
18. Er í bullandi afneitun