Auglýsing

Gott ráð fyrir barnaherbergið: kassinn sem lætur dót hverfa

Fæst börn eru minímalistar. Þau eru líklegri til þess að vera ötulir safnarar og mörg hver mjög upptekin af eignaréttinum. Þess vegna eru barnaherbergi yfirfull af dóti, einkum á þessum árstíma. Ef þú ert ekki búin/n að þjálfa barnið þitt vel í tiltekt og snyrtilegri umgengni er snilldarráð að koma fyrir kassa á góðum stað í barnaherberginu og tína í hann jafnóðum allt sem má hverfa og verður ekki saknað strax.

Ef kassinn er í herberginu er líklegra að þú notir hann og hjálpir barninu þínu að grisja reglulega burt leikföng sem það er vaxið upp úr eða búið að missa áhugann á. Þá er líka auðvelt að finna dótið aftur ef upp kemur söknuður – sum börn halda mjög gott dótabókhald.

Kassann getur þú síðan gefið áfram, nú eða geymt hann fyrir yngri systkini, vini eða ættingja. Það er meira að segja mjög skemmtilegt að fá leikföng aftur í umferð sem hafa „horfið“ um stund.

Svo er ákaflega gott og uppbyggjandi að horfa reglulega saman og ræða innihald Toy Story myndanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing