Hinn átta ára gamli Þorgeir Atli Gunnarsson gerði 56 tilraunir til að taka upp myndband með jólakveðju frá sér. María Rut Kristinsdóttir, mamma hans, klippti myndbandið saman og skellti á Facebook þar sem þúsundir hafa horft.
Þorgeir vildi senda kveðjuna á KrakkaRÚV, sem hefur boðið börnum landsins að senda inn jólakveðju sem birt er á sérstakri jólakveðjusíðu.
Takið eftir þegar amma hans gengur óvart í mynd. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Þorgeir Atli sá um daginn að það væri hægt að senda inn jólakveðju á KrakkaRÚV og sá jafnframt að frumlegasta kveðjan myndi fá sérstakan jólaglaðning. Í stuttu máli þá eyddi hann heilli kvöldstund í að fullkomna kveðjuna og tók alls 56 myndbönd, með misgóðum árangri. Ég ákvað að klippa saman bestu klippurnar. Útkoman er of góð til að deila henni ekki með ykkur svona í tilefni þess að í dag er fjórði í aðventu! Þetta er svo sannarlega jólakveðjan í ár frá fjölskyldunni á Starhaga 10 og eins og Þorgeir segir: Við vonum að þið njótið jólanna! ????????????P.s. ég mæli með því að þið horfið á allt vídjóið, þetta verður bara fyndnara og fyndnara!
Posted by María Rut Kristinsdóttir on Sunday, December 20, 2015