Ilmur Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, brast óvænt í söng í gær á fundi borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna í gær. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Ilmur tók til máls eftir að Kári Arnarsson, fulltrúi í Ungmennaráði Laugardals og Háaleitis hafði kynnt tillögu sína sem fjallar um að bjóða unglingum upp á bætt aðgengi að sálfræðiaðstoð.
Hún flutti brot úr laginu The Greatest Love of All með Whitney Houston. „I believe the children are our future. Teach them well and let them lead the way…“