Myndband sem sýnir ungan dreng, sem kom til landsins sem flóttamaður í janúar, syngja Litalagið hefur vakið talsverða athygli á Facebook-síðu Kristínar R. Vilhjálmsdóttur. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Kristín segir á skilaboðum með myndbandinu að drengurinn hafi gripið óvænt í hljóðnemann á Cafe Lingua á Borgarbókasafni og tekið lagið á reiprennandi íslensku. Og í leiðinni virðist hann hafa brætt hjörtu allra viðstaddra.