Auglýsing

Þetta var ekki mín stoltasta stund, þegar jákvæða uppeldið fauk út um gluggann

Fullyrðingar gengu á milli okkar.
Hann sagði eitthvað dónalegt.
Svo ég svaraði hastarlega.

Hann reyndi að slá til mín og sparka í mig.
Ég færði mig frá og reyndi að hunsa hann.
Þetta er ekki það sem ég geri vanalega sem foreldri. En það var eitthvað sem fékk mig til að falla í gryfjuna og fara að hóta, vilja refsa honum og einangra hann.

Jákvæða uppeldið fauk út um gluggann.

Þetta hefði haldið svona áfram allan daginn ef þrjú orð hefðu ekki bergmálað í huga mér:
Hægðu á þér.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég hugleiddi þessi orð.

Ég veit að ég er betra foreldri þegar ég bregst hægar við, þegar ég tek mér tíma – stoppa við og hlusta.

Við lifum hratt. Kannski of hratt stundum.
Jákvætt uppeldi er ekki skyndilausn. Ég get ekki smellt fingrunum og neytt krakkana mína til þess að taka betri ákvarðanir. Ég verð að gera það meðvitað. Og því miður get ég ekki gert neitt meðvitað ef ég er að gera of margt í einu eða er yfir mig stressaður/stressuð.

Fyrsta skrefið er að hægja á.

Að taka meðvitaða ákvörðun um að hægja á hjálpar mér að muna að anda dýpra, hika áður en ég svara, hlusta með samkennd, tala minna, hætta að reyna að vinna slaginn og tengjast barninu áður en reyni að leiðrétta hegðun.

Það er magnað hvernig einföld skref geta gert mig að allt öðru foreldri. Ég get verið þolinmóð/ur og skilningsrík/ur, þó dóttir mín eða sonur séu í miklu uppnámi. Það snýst ekki lengur um að klára þetta kast eða ýta tilfinningum þeirra til hliðar.

Þetta minnir mig á hvernig foreldri mig langar að vera.
Og að hægja nógu mikið á til að það sé mögulegt.

Ég dreg andann djúpt og beygi mig niður svo ég geti horft í augun á honum. Ég hætti rökræðunum og býð honum faðmlag í stað þess að færa mig frá honum.

Þetta eru ekki lengur átök, heldur tilraun til þess að ná saman aftur eftir erfið samskipti. Hann þarf eitthvað frá mér og ég þarf eitthvað frá honum.
Og nú getum við (loksins) unnið saman að því markmiði.

Þarft þú að hægja á í dag?

Byggt á pistli á www.imperfectfamilies.com

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing