Auglýsing

Þórunn Antonía hvarf í heilan mánuð, 14 mánaða dóttirin stillti símann á „do not disturb“

Vinir og fjölskylda tónlistarkonunnar Þórunnar Antoníu skildu ekki af hverju það var ekki hægt að ná í hana í síma í heilan mánuð. Það var alltaf á tali hjá Þórunni en það var ekki vegna þess að hún var uppteknasta manneskja landsins heldur hafði 14 mánaða gamalli dóttir hennar tekist að stilla símann á „do not disturb“ án þess að nokkur tæki eftir því.

Þórunn segir í samtali við Nútímann að símtölunum fækki óneitankega í kringum barnsburð, bæði frá vinum og vinnum. „Ég var farin að halda að ég væri bara horfin af radarnum og allir með Sölku Sól á speed dial,“ grínast Þórunn Antonía lauflétt í samtali við Nútímann.

Ég veit ekki hvort fólk var farið að óttast um mig því ég á það til að vera sjúklega upptekin, þó ég sé það reyndar ekki akkúrat núna. Ég er líka margrómaður innipúki yfir háveturinn en það er að breytast vegna þess að dóttir mín hefur svo gaman af snjónum.

Eftir að síminn var kominn á stillinguna örlagaríku var vinkona Þórunnar byrjuð að kalla hana „miss busy“ sem aldrei væri hægt að ná í. Þá voru fjölskyldumeðlimir farnir að hringja í kærastann hennar frekar en hana.

Þórunn leitaði því til Nova en tæknimaður þar var ekki lengi að komast að rót vandans. Síminn var stilltur á „do not disturb“ og því engin leið að ná í hana.

„Þá skellti ég skuldinni auðvitað beint á 14 mánaða barnið sem veit ekkert skemmtilegra en að öskra amma! í símann minn eða fjarstýringar og fikta í tökkunum,“ segir Þórunn.

„Hún náði um daginn að taka númeralæsinguna af en ég hef ekki hugmynd um hvernig hún fór að því. Svo hef ég komið að henni að horfa á Sky News á Snapchat. Hún er snillingur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing