Auglýsing

Tuðfrítt uppeldi er málið

Foreldrar eru áhugasamir um tuðfrítt uppeldi. Við kynntum örnámskeið fyrir foreldra hér á síðunni fyrir nokkru síðan og vegna fjölda fyrirspurna hefur nú verið bætt við fjórum námskeiðum til viðbótar um tuðfrítt uppeldi.

Fullt er á næstu tvö námskeið, 10. og 16. mars en örfá sæti laus miðvikudagskvöldið 30. mars og fimmtudagskvöldið 7. apríl.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hulda Snæberg Hauksdóttir fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri en hún fræðir þátttakendur um árangursríkar leiðir til þess að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu.

Örnámskeiðin eru hugsuð sem vettvangur fyrir fræðslu og foreldraspjall, þar er tekið á einu afmörkuðu efni í einu og leitast við að miðla gagnlegum aðferðum og ráðum. Hóparnir eru litlir og andrúmsloftið persónulegt. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við EIK ráðgjöf og kennt er í Lygnu, fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10. Námskeiðsgjald er 4.000 kr.

Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum netfangið ornamskeid2016@gmail.com.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing