Auglýsing

Úlfur er níu ára og var að gefa út rapplag: „Lagið fjallar eiginlega bara um það að græða peninga“

Hinn níu ára gamli Úlfur Emilio eða Góði Úlfurinn eins og hann kallar sig sendi um helgina frá sér sitt fyrsta lag. Lagið heitir Græða Peninginn en hann samdi það með fósturpabba sínum, Maikel Medina. Úlfur ætlar sér stóra hluti í tónlist og væri alveg til í að spila á tónleikum með Emmsjé Gauta og JóaPé.

Úlfur gengur í Austurbæjarskóla og segir í samtali við Nútímann að vinir hans hafi tekið laginu mjög vel. „Vinir mínir hlustuðu á lagið í dag og þeir fíla það svo vel að þeir vilja fá að leika í næsta myndbandi,“ segir Úlfur.

Þetta er fyrsta lagið sem Úlfur gefur út en fósturpabbi Úlfs, Maikel Medina, er tónlistarmaður og þeim hafði lengi langað að búa til lag saman.

Lagið fjallar eiginlega bara um það að græða peninga og hvað ég er að gera eftir skóla

Úlfur er hvergi nærri hættur en hann er þegar byrjaður að semja næsta lag. Hann segir fyrirmyndir sínar í rappinu vera Emmsjé Gauti og JóiP en Gauti deildi einmitt lagi Úlfs á Twitter í dag.

Hlustaðu á lagið, Græða Peninginn, í spilaranum hér að ofan. Úlfur á 10 ára afmæli á fimmtudaginn. Þau sem vilja senda honum afmæliskveðju mega endilega deila myndbandinu hans á afmælisdaginn hans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing