Íslendingar hafa lengi verið duglegir að nýta sér úrvalið á streymisveitu Netflix. Eins og flestir neytendur sarpsins vita má finna þarna lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama hatt.
Efst á baugi þessa vikuna er önnur þáttaröð í hinni stórvinsælu sjónvarpsseríu Bridgerton. Þættirnir fjalla um ástir og örlög Bridgerton fjölskyldunnar og gerast í ímynduðu Englandi hefðarfólksins á nítjándu öld en þættirnir byggja á skáldsögum Julia Quinn.
Vinsældarlisti Netflix uppfærist daglega en að svo stöddu samanstendur hann af 10 eftirfarandi titlum sem eru heitastir á Íslandi í dag: