Framlag Íslands í Eurovision stígur á svið á seinna undankvöldinu í Rotterdam í Hollandi í vor. Íslenska lagið verður það sjötta í röðinni á fimmtudagskvöldinu 14. Maí. Heyrst hefur að um erfiðan riðil sé að ræða. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins
Ísland keppir á sama kvöldi og Austurríki, Moldavía, Pólland, San Marínó, Serbía, Tékkland, Grikkland og Eistland sem flytja sín lög fyrir hlé, ásamt Danmörku, Búlgaríu, Sviss, Finnlandi, Armeníu, Lettlandi, Georgíu, Portúgal og Albaníu sem koma fram eftir auglýsingarhlé.
Hér má sjá hvað lönd eru með Íslandi í seinni riðlinum: