Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að gefa frest til greiðslu á afborgunum húsnæðislána í kjölfar útbreiðslu kórónavírusins Covid-19 frá Wuhan í Kína, í landinu. Er þetta gert til þess að lina afleiðingar efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.
Þessi frest-heimild mun ná til einstaklinga og heimila, en Laura Castelli aðstoðarefnahagsráðherra í ríkisstjórn Ítalíu , greindi frá þessu í útvarpsviðtali á útvarpsstöðinni Radio Anch’io.
Jafnframt hafa samtök fjármálafyrirtækja í landinu sagt að lítil fyrirtæki og heimili muni fá frestheimildir vegna efnahagslegra afleiðinga útbreiðslu veirunnar.
Þetta kemur fram á vef Vidskiptabladsins