Auglýsing

Fresta frumsýningu Bond myndarinnar vegna kórónuveirunnar

Tilkynnt var í dag að ákveðið hafi verið að fresta frumsýningu á “No Time to Die”, nýjustu Bond myndinni. Frumsýna átti kvikmyndina þann 2.apríl næstkomandi en því hefur nú verið frestað fram í nóvember.

Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur verið lokað kvikmyndahúsum á Ítalíu, Suður-Kóreu, Kína og Japan en þetta eru allt stórir markaðir í kvikmyndaheiminum. Mikilvægt er að myndin nái góðri aðsókn um allan heim fyrir þær sakir hversu dýr hún var í framleiðslu. Tóku framleiðendur því þá ákvörðun að fresta frumsýningunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing