Upplýsingafundi almannavarna, sem fara átti fram í dag klukkan 11, hefur verið frestað til klukkan 14.
Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mikilvægt sé að nýta veðurglugga fyrir hádegi til þess að kanna eldgosið frekar.
Á fundinum verða Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ásamt Kristínu Jónsdóttur frá Veðurstofu Íslands og Magnúsi Tuma Guðmundssyni frá Háskóla Íslands.