Auglýsing

Freyði­­glíma til styrktar Sól­rúnu eftir brunann í Máva­hlíð

Sam­starfs­fólk Sól­rúnar Öldu Waldorf­f, sem hlaut al­var­leg bruna­sár nú í haust, hefur blásið til svo­kallaðrar freyði­glímu til styrktar Sól­rúnu í samstarfi við Kaffi­bar­þjóna­fé­lag Ís­lands, í ­kvöld í húsa­kynnum Te & Kaffi í Borgar­túni 21. Að­gangs­eyrir eru þúsund krónur og rennur allur á­góði ó­skiptur til Sól­rúnar.

Sólrún og Rahmon, kærasti hennar, brenndust illa í október síðastliðinn þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð þeirra í Mávahlíð. Hlutu þau bæði alvarleg brunasár á stóra hluta líkamans og hafa farið í fjölda aðgerða, bæði hér heima og í Svíþjóð.

„Við hugsuðum bara hvað við gætum gert fyrir Sól­rúnu og á­kváðum að fyrst við hefðum þennan vett­vang, að þá væri þetta sniðugt,“ segir Kristín. „Við vorum auð­vitað alveg harmi slegin þegar við fréttum af brunanum heima hjá Sól­rúnu, en hún hefur starfað hjá okkur í hátt í tvö ár og okkur þykir öllum gríðar­lega vænt um hana.” segir Kristín Björg Björns­dóttir, yfir­þjálfari hjá Te & Kaffi og einn skipu­leggjanda viðburðarins í samtali við Fréttablaðið.

„Freyði­glíma er í raun keppni á milli tveggja þar sem þeir hella munstri úr froðu. Þetta hafa verið stórar keppnir og ætti að vera mikið sjónar­spil,“ segir Kristín og tekur fram að að reynsla af kaffi­bar­þjóna­störfum sé ekki nauð­syn­leg í þátt­töku í freyði­glímunni.

Sér­stakur við­burður er á Face­book til­einkaður kvöldinu en við­burðurinn hefst klukkan 19:00 í kvöl­d og er öllum frjálst að skrá sig til keppni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing