Söngvaranum Friðriki Ómari var greinilega mjög brugðið þegar hann fékk confetti sprengju í andlitið þegar hann var að kynna næsta atriði kvöldsins á laugardagskvöldið. En fjölmargir landsmenn fylgdust með RÚV á laugardaginn þar sem Eurobandið hélt Eurovisionpartí í beinni útsendingu frá Hörpu.
„Það er smá leiðinlegt að segja frá því að þetta var nú „prodúserað“. En þetta er svipað og þegar maður setur brauðsneið í brauðrist og horfir svo á hana. Þér bregður alltaf jafn mikið samt þegar hún loksins hoppar upp,“ segir Friðrik í samtali við K100
„Ég gerði þetta fyrst við Jógvan í upphafsatriðinu og pælingin var alltaf sú að svo kæmi hann og hefndi sín. Sem hann gerði en manni bregður alltaf þó að maður viti að þetta sé að koma. En þær eru svo mismunandi þessar bombur. Þessi var mjög þétt þannig að þetta var alveg högg,“
Atvikið má sjá hér fyrir neðan.