Fyrirsætan Chrissy Teigen og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn John Legend, greindu frá því í ágúst að þau ættu von á sínu þriðja barni.
Fyrir nokkrum dögum byrjaði að blæða hjá Teigen og hún var flutt á sjúkrahús. Hún greinir frá því í færslu á Instagram að þau hafi misst fóstrið.
,,Við erum í áfalli og finnum fyrir djúpum sársauka, sársauka sem við höfum aldrei fundið fyrir áður,“ skrifar Teigen. Hún segir ástæðuna fyrir fósturmissinum vera mikla blæðingu sem ekki tókst að stöðva.
Hún skrifar einnig að þau hafi ekki verið vön að finna nöfn á börnin sín áður en þau fæðast en af einhverjum ástæðum hafi hún verið farin að kalla þetta litla barn Jack.
,,Hann verður alltaf Jack í okkar huga. Hann barðist fyrir því að verða hluti af fjölskyldunni okkar og hann verður það, að eiliífu.“
Tónlistarmaðurinn John Legend og fyrirsætan Chrissy Teigen, eiga von á sínu þriðja barni. Fyrir eiga þau fjögurra ára gamla stelpu, Luna, og tveggja ára...
Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur hin umdeilda streymisveita OnlyFans verið bylting fyrir margar íþróttakonur, þar sem margar þeirra þéna nú meira á síðunni...
Hátíðirnar eru tíminn þar sem fjölskyldan kemur saman, hlær og nýtur lífsins í faðmi hvers annars. Eftir að hafa klárað jólamatinn, opnað pakkana og...
Þáttaröðin Polo á Netflix, sem fjallar um íþróttina polo og var frumsýnd 10. desember, hefur ekki náð góðum árangri í Bretlandi, Bandaríkjunum eða öðrum...
Einn besti og þekktast körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, hefur loksins selt höfðingjasetur sitt í Highland Park í Illinois-ríki í Bandaríkjunum en eignin hafði...
Jólaösin er handan við hornið, og með henni kemur oft tími þar sem umferðin stíflast og streitan eykst. Sérstaklega eftir langan vinnudag getur verið...