Bein útsending hófst núna kl 19:45 á RÚV frá fyrri undankeppni Söngvakeppninnar, sem fram fer í Háskólabíó.
Fimm lög af þeim tíu verða flutt í kvöld og munu áhorfendur kjósa tvö þeirra áfram í úrslitin. Seinni helmingur laganna tíu verður fluttur eftir viku, laugardaginn 15. febrúar og verða þá aftur kosin tvö lög sem fara áfram í úrslitakeppninna. Úrslitakeppnin verður haldin 29. febrúar og þá kemur í ljós hverjir munu stíga á svið fyrir Íslands hönd í Rotterdam í maí á þessu ári.
Lögin fimm sem keppa í kvöld eru:
Ævintýri-Kid Isak
Elta þig-Elísabet Ormslev
Augun þín-Brynja Mary
Klukkan tifar-Ísold og Helga
Almyrkvi-Dimma
Lögin má hlusta á hér