Auglýsing

Gátu ekki hugsað sér að láta húsið úr fjölskyldunni

„Karakter hússins verður að njóta sín“

Hús og hýbýli kom út nýlega. Þema blaðsins er ljós og lýsing. Forsíðuinnlit blaðsins er til Guðlaugar Ágústu Halldórsdóttur, oftast kölluð Gulla, á heimili hennar á Flókagötu. Gulla hefur búið þar frá árinu 1988 og raunar lengur en foreldrar hennar bjuggu í kjallara hússins þegar hún var barn. Um leið og inn er komið er greinilegt að þar býr skapandi manneskja sem hefur gott auga fyrir fallegum hlutum og hönnun.

Gulla segir að í öllum framkvæmdum hafi hún ávallt tekið tillit til byggingarárs og upprunalegs byggingarstíls hússins. „Við vildum að breytingar væru í takti við húsið sjálft og stíl þess. Karakter hússins verður að njóta sín og það var haft að leiðarljósi við val á innréttingum og öðru. Allar breytingar endast betur að mínu mati ef tekið er mið af byggingarári og stíl húsa, þannig verður einhver góður samhljómur til,“ segir Gulla. Hún lýsir stílnum sem fremur klassískum.

Gulla er oft kennd við Má Mí Mó sem var vinnustofa og verslun sem hún setti á laggirnar þegar hún útskrifaðist sem textílhönnuður árið 1998, þar seldi hún hönnun sína og handverk. Gulla hefur komið víða við á ferli sínum og komið að hinum ýmsu hönnunarverkefnum. Til viðbótar við það að starfa sem fasteignasali þá er hún enn þá að fást við hönnun undir merki Má Mí Mó. Núna er hún til að mynda að hanna og búa til fallega kertastjaka þar sem endurnýting kemur við sögu. Hún segir það vera sér nauðsynlegt að vera stöðugt að hanna og skapa.

Lesa má viðtalið í fullri lengd á vef Birtings.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing