Guðjón Sigmundsson, eða Gaui litli, lenti í óhappi á dögunum og lærbrotnaði. Hann liggur nú á sjúkrahúsi en segist vera á batavegi.
Hann sendi ákall til þjóðarinnar á Facebook síðu sinni í gær.
„Ég varð fyrir því óhappi fyrir rúmri viku síðan að detta illa og lærbrotnaði. Ég er núna á sjúkrahúsi og á ágætis batavegi. Ég sé fram á að vera frá vegna þessa næstu mánuði og mun ekki getað stundað neina líkamlega vinnu. Ég þarf þess vegna að leita á náðir ykkar allra, vina, fjölskyldu og annarra velunnara Hernámssetursins við að aðstoða okkur að koma safninu í stand fyrir vorið. Það er í mörg horn að líta og alls konar verkefni sem þarf að sinna. Það þarf til dæmis að smíða, mála, teppaleggja, dúkaleggja, parketleggja, föndra, stilla fram munum og hengja upp, sjá um að útbúa og framreiða hressingu, þrífa jafnóðum og svo allsherjar þrif í lokin,“ skrifar hann meðal annars.
Hann lofar mat, drykk og mikilli skemmtun.
Vorverkin á Hernámssetrinu
Ég varð fyrir því óhappi fyrir rúmri viku síðan að detta illa og lærbrotnaði. Ég er núna á…
Posted by Guðjón Sigmundsson on Þriðjudagur, 9. febrúar 2021