Tónlistarkonan GDRN hefur frestað fyrirhuguðum útgáfutónleikum sínum sem fara áttu fram þann 4. september næstkomandi.
Þessu greinir hún frá á samfélagsmiðlum sínum:
,,Vegna COVID-19 og samkomutakmarkana verða tónleikarnir sem áttu að eiga sér stað þann 4. september ekki haldnir. Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda tónleika af þessari stærðargráðu á meðan ástandið er eins og það er. Við munum tilkynna nýja dagsetningu á næstunni og látum ykkur vita um leið og hún hefur verið staðfest. Þeir sem eiga miða á tónleikana geta haldið þeim og þurfa ekki að gera neitt. Þeir miðar verða áfram í gildi. Ef þið viljið fá miðana endurgreidda getið þið haft samband við Tix.is með tölvupósti á info@tix.is.“
,,Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“
,,Við hlökkum til að sjá ykkur þegar tónleikarnir verða loks haldnir. Með fyrirfram þökk fyrir skilninginn, GDRN.“