Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Ásgeir sendir frá sér breiðskífu

Tónlistarmaðurinn Ásgeir sendi frá sér á dögunum sína þriðju breiðskífu sem er komin í plötubúðir og á tónlistarveitur.

Platan heitir á íslensku ‘Sátt’ en hún er einnig fáanleg á ensku og heitir hún þá ‘Bury The Moon’. Ásgeir samdi þessa plötu einn úti í óbyggðum þar sem hann var í nokkrar vikur.

„Ég tók með mér gítar, hljómborð og lítið upptökutæki, það var allt of sumt” rifjar Ásgeir upp.

„Mig hefur alltaf langað til að gera þetta. Fara í burtu á eigin vegum að semja tónlist. Ég held að það hafi verið mjög hollt fyrir mig að hafa ekkert fyrir stafni annað en tónlist, enga truflun. Ég fór út að hlaupa á morgnana og eyddi síðan því sem eftir lifði dags við að semja lög.”

Platan fær einróma lof gagnrýnenda í erlendum tímaritum og gefur hið virta tónlistartímarit MOJO plötunni 4 stjörnur. Þetta kemur fram á vef albumm.is

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing