Auglýsing

Gefa út reggí-útgáfu af lagi Ragga Bjarna

Tónlistarfólkið Már Gunnarsson og Iva Adrichem hafa nú gefið út skemmtilega reggí-útgáfu af lagi Ragnars heitins Bjarnasonar, eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn.

„Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Már í viðtali í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag.

„Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már.

Myndbandið við lagið var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en Már sjálfur og Þórir Baldursson sáu um útsetningu lagsins.

Kæru landsmenn nær og fjær, nú fer að hlýna í veðri og tannhjól samfélagsins fara að snúast á ný. Þetta markar ákveðin tímamót. Ég og elskuleg vinkona mín, Iva, viljum færa samfélaginu þessa tímamótagjöf; yndislegt lag sem allir ættu að þekkja í nýjum búning. Útsetning er eftir mig og minn kæra Thorir Baldursson. Við vonum að ykkur líki vel.Takk allir sem komu að verkefninu. ❤️Myndband: Hilmar Bragi BárðarsonMarian LechGuðjón Steinn SkúlasonÞorvaldur HalldórssonValdi KolliEgill Ýmir RúnarssonHarpa JóhannsdóttirGuðmundur PéturssonIngi von KesselMaría Rún BaldursdóttirArnar GuðjónssonBojan RadojcicGunnar Már MássonLína Rut Wilberg

Posted by Már Gunnarsson on Sunnudagur, 3. maí 2020

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing