Auglýsing

George Clooney er trylltur út í Tarantino: „Hann getur bara fokkað sér“

Þeir léku saman í hinni goðsagnakenndu kvikmynd „From Dusk Till Dawn“ og voru hinir mestu mátar en miðað við septemberútgáfu tímaritsins GQ má ekki búast við því að þeir vinni saman í bráð…þar sem Clooney tók það skýrt fram að hann væri „frekar pirraður á leikstjóranum.“

„Frá aldamótum? Það er eiginlega allur fjandans ferillinn minn.“

Clooney var í viðtali ásamt Brad Pitt en þeir leika saman í kvikmyndinni Wolfs. Þegar talið berst að Tarantino þá hitnar heldur betur í kolunum hjá Clooney.

Sagði Clooney ekki kvikmyndastjörnu

„Quentin var að tala skít um mig ekki fyrir svo löngu síðan þannig að ég er frekar pirraður á honum. Hann var í viðtali einhvers staðar og var að telja upp Hollywood-stjörnur og hann talaði meðal annars um Brad Pitt og einhverja fleiri. Svo er hann spurður hvað honum finnst um mig og þá segir hann að ég sé ekki kvikmyndastjarna. Hann sagði bókstaflega eitthvað á þá leið: „Nefndu eina kvikmynd sem hann hefur leikið í frá aldamótum.“

Clooney hélt áfram…

„Frá aldamótum? Það er eiginlega allur fjandans ferillinn minn. Ég get gefið honum skít því hann var að skíta mig út. Hann getur bara fokkað sér. En hey, við erum rosalega heppnir að vinna með þessum frábæru leikstjórum. Það er þeir og handritshöfundar sem halda þér á lífi.“

Tæknilega séð nær ferill Clooney alla leið aftur til byrjun níunda áratugarins. En það er líka rétt að hann hefur verið mjög farsæll leikari frá aldamótum. Clooney hefur slegið í gegn í myndum eins og The Perfect Storm frá 2000, Oceans Eleven þríleiknum (sem byrjaði árið 2001), Gravity frá 2013 og Hail Caesar! frá 2016.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing