Lovísa Battlefield er 30 mínútna comedy show sem verður á Reykjavík Fringe Festival 7 og 9. Júlí klukkan 18:00 á The Secret Cellar.
2020 var erfitt ár fyrir alla en sérstaklega fyrir Lovísu Láru sem gerðist fullorðinn munaðarleysingi í byrjun árs þegar pabbi hennar féll frá.
Að takast á við missi, sorg og geðræn vandamál í sóttkví reyndist henni ansi erfitt en Lovísa reynir að vinna í gegnum þetta allt í gegnum húmorinn sinn.
Sýningin hennar fjallar um allar tilraunirnar sem hún reyndi til að komast í gegnum erfiða tíma. Kristallar, töfrakakó og sálfræðingur sem hatar hunda.
Lovísa Lára er kvikmyndagerðakona, hryllingsmynda hátíðar stjórnandi og grínisti. Hún hefur verið í uppistandi í stuttan tíma en hefur fljótt náð að vinna hjörtu áhorfendanna.
Hún er þekkt fyrir að vera alltaf brosandi í kjól og með spöng á sviði.
,,Ég elska að koma fólki að óvart, ég kem alltaf svo krúttlega og sakleysislega fram að fólk verður alltaf hissa þegar ég byrja á sviðinu,“ segir Lovísa.
Lovísa Battlefield verður á RVK Fringe 7 og 9. Júlí á Secret Cellar klukkan 18:00. Miðaverð er 1000 kr og miðasala fer fram á tix.is
ATH armband á RVK Fringe festival verður að fylgja miðanum inn á sýninguna.