Auglýsing

Gissur Sigurðsson er látinn

Gissur Sigurðsson fréttamaður lést á Landspítalanum, í gær, þann 5. apríl 2020 eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið.

Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Þau fluttu á Selfoss árið 1956 þegar Gissur var níu ára. Hann var næst yngstur af sjö systkinum.

Gissur hóf starfsferil sinn í blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu um tvítugt, án þess að vera með nokkurt formlegt nám að baki. Hann varð fyrsti ritstjóri tímaritsins Sjávarfrétta og þótti flytja fréttir af sjávarútvegi af mikilli þekkingu, enda hafði Gissur stundað sjómennsku á sínum yngri árum. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung.

Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda- og þáttagerðarmaður, Hrafnhildur myndlistarmaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing