Auglýsing

Gista endur­­­gjalds­­laust hjá Icelandair Hot­els

Sjúkra­tryggingar Ís­lands og Icelandair Hot­els hafa gert sam­komu­lag um að lykil­starfs­menn heil­brigðis­kerfisins og al­manna­varna gista á Hótel Reykja­vík Natura endur­gjalds­laust.

Ef þeir geta ekki dvalið heima hjá sér af hættu við smit af CO­VID-19, geta þeir gist á hótelinu. Þetta kemur fram í til­kynningunni fá Sjúkra­tryggingum Ís­lands.

„Um er að ræða þá starfs­menn heil­brigðis­kerfisins og Al­manna­varna, sem gegna sér­stakri á­byrgð sam­kvæmt neyðar­á­ætlun heil­brigðis­kerfisins og innan stjórn­stöðvar Al­manna­varna eða búa yfir sér­stakri þekkingu eða færni sem er nauð­syn­leg við fram­kvæmd neyðar­á­ætlunarinnar. Að beiðni heil­brigðis­yfir­valda var Sjúkra­tryggingum Ís­lands falið að finna úr­ræði til að mæta þessum þörfum og í kjöl­far verð­fyrir­spurnar var á­kveðið að þiggja boð Icelandair Hótels sem boðið hafa yfir­völdum endur­gjalds­laus af­not af Hótel Reykja­vík Natura,“ segir í til­kynningunni.

„Yfir­völd eru þakk­lát þessu ein­staka fram­taki Icelandair Hótels og vilja jafn­framt koma á fram­færi sér­stöku þakk­læti til þeirra hótela sem leitað var til, fyrir skjót og höfðing­leg til­boð, sem sýna enn og aftur þann kraft og sam­taka­mátt sem býr í ís­lensku sam­fé­lagi þegar hætta steðjar að.“

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing