Bob Kulick, sem er þekktastur fyrir að hafa verið gítarleikari í hinni goðsagnakenndu hljómsveit Kiss, er nú látinn 70 ára að aldri. Þessu greinir bróðir hans, Bruce Kulick fyrrverandi meðlimur Kiss, frá í dag.
Þrátt fyrir að Bob hafi aldrei náð að verða aðal-gítarleikari Kiss var hann í miklum metum hjá meðlimum sveitarinnar. Hann vann einnig mikið með öðrum tónlistarmönnum á borð við Lou Reed, Michael Bolton og Meat Loaf.
,,Það hryggir mig að greina frá andláti bróður míns Bob Kulick. Ást hans á tónlist og hæfileikar hans á tónlistarsviðinu munu alltaf vera í hávegum höfð.” segir í yfirlýsingu frá Bruce.
Ekki hefur verið greint frá því hvernig andlát hans bar að garði.