GLÆNÝ SMÁSKÍFA FRÁ SUPERSPORT! – FERSKUSTU POPPHLJÓMSVEIT Í REYKJAVÍK – KOM ÚT Í DAG, 15. JÚNÍ 2021.
Smáskifan ber heitið HRING EFTIR HRING og var hún tekin upp og hljóðblönduð af Árna Árnasyni (THE VACCINES; MAMMÚT, SKOFFÍN, ÁSTA).
Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Tveir dagar, kemur út 27. ágúst næstkomandi hjá útgáfusamlaginu Post-dreifingu og japönsku plötuútgáfunni Gifted.
„…margt í gangi en allt eitthvað svo óskaplega hrífandi og vel heppnað…“
– Arnar Eggert Thoroddsen um Supersport! í Morgunblaðinu.
„Hring eftir hring er hugleiðing um línulegt tímaskyn, og hvernig það á kannski ekki alltaf við hið mannlega ástand. Stundum er jafnvel eðlilegra að velta tímanum fyrir sér sem svo að hann snúist í hringi sem skarast og renna þannig inn í eilífðina, aftur og aftur – allt sem hefur verið til, heldur enda áfram að vera til. Fyrst og fremst er lagið samt bjartur og sólþurrkaður sumarsmellur, gítardrifið jaðar-popplag fyrir bjarta, jafnt sem blauta sumardaga,“ segir í tilkynningu frá sveitinni.