Auglýsing

GLÓPAGULL : ÞJÓÐSAGA

Föstudaginn þrettánda mars opnar Steinnunn Gunnlaugsdóttir nýjustu einkasýningu sína
Midpunkt. Steinunn er mörgum kunnug fyrir gjörninga og höggmyndir sínar, sem dæmi má nefna Litlu Hafpulsuna sem stóð í Reykjavíkurtjörn veturinn 2018. Verk Steinunnar eru gáskablandin og gagnrýnin á samfélagið í kringum sig. Hún rýnir í og berháttar grunnstoðir siðmenninguna sem þannig verður að efnivið í tilraunir hennar. Þessar tilraunir vinnur hún þvert á miðla og gerir skúlptúra, myndbönd, hljóðverk, teikningar, gjörninga og innsetningar.
Sýningin GLÓPAGULL : ÞJÓÐSAGA samanstendur af tveimur sjálfstæðum verkum sem tengjast í gegnum ólík en skyld vísindaleg ferli sem fara fram á hríðdimmri heiði í grennd við mannabyggðir.
Midpunkt er menningarrými staðsett í Hamraborg, það sérhæfir sig í tilraunakenndri list með alþjóðlegu ívafi og er rekið af Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarnarson og Snæbirni Brynjarssyni. Sýning Steinunnar opnar klukkan fimm á föstudaginn 13.mars og er opið allar helgar milli 14-17 til 29. mars.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing