Einn stærsti tónlistarviðburður heims, Grammy verðlaunahátíðin, átti að fara fram í Los Angeles þann 31. janúar. Hátíðinni hefur nú verið frestað til 14. mars vegna fjölgandi kórónuveirusmita í borginni.
„Ekkert er mikilvægara en heilsa og öryggi fólksins okkar í tónlistariðnaðinum,“ segir í tilkynningu frá stjórnendum hátíðarinnar.
Öðrum stórum viðburðum á borð við Óskarsverðlaunin, Golden Globe og Brit Awards, hefur einnig verið frestað. Kalifornía hefur fengið þungt högg þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar og ástandið er það slæmt að sjúkraflutningafólk í Los Angeles hefur fengið þær fyrirskipanir að flytja ekki smitað fólk með lágar lífslíkur