Sænski aðgerðarsinninn, Greta Thunberg og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafa undanfarin ár skotið á hvort annað á samfélagsmiðlum.
Árið 2019 hæddist Trump að Thunberg eftir að hún hélt tilfinningaþrungna ræðu fyrir leiðtoga heimsins á ráðstefnu UN og skrifaði hann á Twitter:„Hún virðist vera hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar yndislegrar framtíðar. Svo gaman að sjá!“
Thunberg virðist vera með húmorinn í lagi og birti hún í gær mynd af alvarlegum Trump og skrifaði við hana: „Virðist vera mjög hamingjusamur gamall maður sem hlakkar til bjartrar og yndislegrar framtíðar. Svo gaman að sjá!“
Seems like a very happy old man looking forward to a bright and wonderful future. So nice to see!
Posted by Greta Thunberg on Miðvikudagur, 20. janúar 2021