Sænski aðgerðarsinninn, Greta Thunberg, var ekki lengi að svara kaldhæðni Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann hæddist að henni á Twitter. En Trump deildi ræðu Thunberg þar sem hún sagði heimsleiðtogum til syndanna. Í tístinu hæðist hann að henni og kallar hana hamingjusama stúlku sem hlakkar til yndislegrar framtíðar. Sjá hér:https://www.nutiminn.is/trump-haedist-ad-thunberg-a-twitter/.
She seems like a very happy young girl looking forward to a bright and wonderful future. So nice to see! https://t.co/1tQG6QcVKO
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019
Thunberg var fljót að bregðast við en í stað þess að svara Trump beint þá breytti hún lýsingu sinni á sér að Twitter aðgangi sínum í: „Afar hamingjusöm ung stúlka, sem hlakkar til bjartrar og yndislegrar framtíðar.“