Leikarinn Tom Hanks leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Greyhound.
Í myndinni leikur hann herforingjann Ernest Krause, sem stjórnaði fylgdarferð skips yfir Atlandshafið í seinni heimstyrjöldinni. Ferðin var sú lengsta, stærsta og flóknasta í sögu sjóhersins.
Kvikmyndin átti að vera frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 19. júní en vegna kórónuveirunnar var því aflýst og fer hún beint í sýningu inni á Apple TV. Það hefur þó ekki ennþá verið staðfest hvenær hún mun fara í sýningu þar.
Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.