Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt gest í samkvæmi í Grafarvogi sem grunaður var um að hafa ráðist á manneskju sem tilkynnti partýið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Kemur þar fram að sá sem ráðist var á hafi ítrekað haft samband við húsráðanda, þar sem partýið fór fram, og beðið um að hávaðinn yrði minnkaður. Gesturinn sem grunaður er um líkamsárásina neitaði að gefa upp nafn sitt við handtökuna en hann var vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.
Frá miðnætti og til klukkan fimm í morgun komu þrettán mál á borð lögreglunnar vegna samkvæmishávaða og þurfti lögreglan stundum að fara oftar en einu sinni á vettvang.
Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins