Handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur ákveðið að leggja handboltaskónna á hilluna. Þessu greinir hann frá í færslu á Instagram-síðu sinni í dag.
„Jæja, það er komið að þeim tímapunkti sem allt íþróttafólk nær á sínum ferli. Eftir 25 ár í meistaraflokki og 21 ár í landsliðinu er loksins kominn tími á að skórnir fari á hilluna,“ skrifar hann.
Guðjón Valur er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi og það hefur enginn tekið þátt í fleiri stórmótum fyrir Íslands hönd. Hann hóf ferill sinn hjá Gróttu og spilaði síðan með KA en fór síðar út í atvinnumennsku í Þýskalandi. Guðjón Valur hefur spilað með mörgum stórum liðum eins og Kiel, Rhein Neckar Löwen, Barcelona og Paris Saint Germain.
„Handboltinn hefur opnað mér heim sem fáum auðnast og ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þegar ég var ungur gutti í Gróttu. Það sem eftir lifir eru minningarnar, bæði þær sætu og þær sáru, og fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni.❤️ Takk fyrir mig,“
Forseti þýska handknattleikssambandsins greindi frá því í dag að Alfreð Gíslason muni taka við sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik.
Sú ákvörðun var tekin á...
Spánverjar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta eftir 22:20-sigur á Króötum í úrslitum í Tele2 Arena-höllinni í Stokkhólmi.
Staðan í hálfleik var 12:11, Spánverjum í...
Noregur vann Ísland 28:25 í næstsíðustu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Malmö Arena í sænsku borginni Malmö í dag.
Þetta höfðu Twitter-notendur að...
Sölvi Tryggvason er nýjasti gestur Arnórs og Gunnars í Alkasti Þvottahússins.
Í viðtalinu við Sölva fóru drengirnir um víðan völl, en eitt af því sem...
Lady Gaga kom fram í beinni útsendingu á loka kosningafundi Kamölu Harris á mánudagskvöldið í mikilvæga sveifluríkinu Pennsylvaníu, þar sem hún söng „God Bless...
Youtube rásin Joe HaTTab er með næstum 14 milljónir fylgjenda frá öllum heimshornum en í þetta skiptið heimsækir hann Ísland.
Joe er svokallaður ferða „jútúber“...
Hinn heimsfrægi „hæfileikadómari“ og tónlistarmógúll Simon Cowell hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar frá sviðsljósinu í kjölfar hörmulegs fráfalls One Direction-stjörnunnar Liam Payne...
Íslenskur „götubiti“ (e. street food) kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina. Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars...