Auglýsing

Guð­rún Ögmunds­dóttir var sæmd heiðurs­merki Sam­takanna ’78

Samtökin ’78 sæmdu í dag Guðrúnu Ögmundsdóttur heiðursmerki samtakanna við hátíðlega athöfn. Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Guðrún hefur barist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks í gegnum tíðina. Hún bað meðal annars um að gerð yrði skýrsla, árið 2003, um sambúðarform fólks og þar var réttindaleysi samkynja para í sambúð staðfest. Þessi skýrsla er enn notuð í dag þegar nánari skýringa á lögunum er þörf.

„Stjórn Samtakanna ´78, félags hinsegin fólks á Íslandi heiðrar Guðrúnu Ögmundsdóttur fyrir ómetanlegt framlag hennar í þágu hinsegin fólks og veitir henni í dag heiðursmerki félagsins,“ sagði Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna af tilefninu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing