Gul viðvörun stendur yfir og gildir á mestöllu norðurlandi, Vestfjörðum, sunnanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi. Vindur er um 13-23 m/s og hviður geta náð allt að 35-40 m/s.
Sunnan og suðvestan 13-18 m/s, en öllu hægari suðvesturlandi og á Austurlandi. Talsverð rigning á vestanverðu landinu, annars rigning með köflum, en styttir upp í kvöld. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig, en 15 til 22 stig austanlands.
Áframhaldandi væta er í kortunum næstu daga, þá helst um landið vestanvert, en spáð er þurru og hlýju á Norðausturlandi. Útlit er fyrir austanátt með kólnandi veðri um miðja næstu viku.
Þetta kemur fram á vef veðurstofunnar