Gul viðvörun tekur gildi á Höfuðborgarsvæðinu klukkan 21 í kvöld. Höfuðborgarbúar eru hvattir til að ganga frá lausum munum áður en hvassviðrið skellur á.
Til viðbótar við hana taka viðvaranir gildi í kvöld á Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi.
Þá er búist við hvassri suðaustanátt, allt að 18 metrum á sekúndu og mikilli rigningu.