Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, lést á heimili sínu í gær 73 ára að aldri.
Gunnar var kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða en saman eiga þau dæturnar Brynhildi og Auðbjörgu Agnesi Gunnarsdætur, fæddar 1968 og 1976.
Hann tók við starfi bæjarstjóra Kópavogs árið 2005 og gengdi því starfi til ársins 2009. Árið 2015-2019 starfaði Gunnar sem bæjarstjóri Fjallabyggðar og síðast sinnti hann stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps árið 2020.