Auglýsing

Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði

„Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi hvassri NA-átt með snjókomu og síðan éljagangi í dag og fram á morgundag,“ segir í tilkynningu frá veðurstofunni

Þar segir einnig að hættustigi hafi verið lýst yfir á Ísafirði og Patresksfirði ásamt því að hluti þeirra hafi verið rýmdur.

Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga og þar af nokkur í Skutlusfirði. Síðast í gær féllu tvö snjóflóð utan við Kirkjubæ og þrjú flóð í Fossahlíð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing