Auglýsing

Hafði það sterkt á tilfinningunni að það væri komið að stóra vinningnum

Báðir vinningshafarnir sem skiptu með sér tvöfalda Lottópottinum um síðustu helgi hafa gefið sig fram við Íslenska getspá.

Annar miðinn var keyptur í Snælandi í Núpalind, en hinn var keyptur í Lottó-appinu og færðu þeir eigendum sínum rúmlega 10,8 milljónir króna á mann.

Vinningshafinn sem keypti miðann sinn í Lottó-appinu sagðist hafa haft það svo sterkt á tilfinningunni upp á síðkastið að nú væri hans tími að koma til að vinna þann stóra. Og viti menn það svo sannarlega reyndist rétt, appið skilaði vinning upp á 10,8 milljónir sem kemur sér að sjálfsögðu vel.

Hinn vinningsmiðann á fjölskyldukona á höfuðborgarsvæðinu en hún átti leið í Snæland í Núpalind. Meðferðis var eldri Lottómiði sem enn átti eftir að yfirfara, á miðanum reyndist lítill vinningur sem hún lét ganga upp í kaup á nýjum miða. Það var aldeilis góð ákvörðun því nýji miðinn skilaði henni vinningi upp á nærri því 11 skattfrjálsum milljónum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing