Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs á opnum fundi í Reykjavík á morgun, laugardaginn 18. janúar klukkan 11:00. Fundurinn fer fram í Skriðu, í húsakynnum Háskóla Íslands í Stakkahlíð og í verður í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.
Á fundinum mun ráðherra m.a. fara yfir forsendur og markmið með stofnun Hálendisþjóðgarðs og kynna helstu atriði frumvarps þar að lútandi, sem nú er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.
Fundurinn er öllum opinn.