Auglýsing

Hálfnakinn, öskrandi og æpandi

Mikið var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn en alls voru 52 mál bókuð síðasta hálfa sólarhringinn og þurfti að færa fimm manns í fangageymslur.

Það bárust nokkrar tilkynningar um mann í Breiðholti í annarlegu ástandi, „öskrandi og æpandi“, eins og segir í dagbók lögreglu.

Maðurinn fannst eftir nokkra leit og var færður í fangageymslu þar sem hann var látinn sofa úr sér.

Þá var annar maður handtekinn í nótt, grunaður um innbrot í heilsugæslu í Breiðholtinu. Tveir voru handteknir í miðbænum í gærkvöldi eftir að hafa reynt að brjótast inn í verslun.

Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing