Auglýsing

„Hann dó tvisvar sinnum í höndunum á okkur og var blessunarlega endurlífgaður“

Þegar Margrét Dagmar Ericsdóttir og eignmaður hennar eignuðust sinn þriðja son var þeim sagt af læknum að líklega myndi hann aðeins ná þroska tveggja ára barns og aldrei læra að ganga. Þetta fengu þau þó ekki að vita fyrr en drengurinn var orðinn þriggja ára gamall.

Fram að því hafði verið litið á Margréti sem móðursjúkt foreldri en hún vissi alltaf að eitthvað væri ekki í lagi. Þorkell Skúli Þorsteinsson, eða Keli, var óvenju óvært barn sem svaf nánast aldrei.

„Hann svaf ekki fyrstu þrjú árin. Hann dó tvisvar sinnum í höndunum á okkur og var blessunarlega endurlífgaður“ segir Margrét.

Ef börn með bakflæði greinast ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar. Keli var með bakflæði í þrjú ár, sjúkdóm sem hægt er að meðhöndla með einni pillu. Ekki er vitað hvers vegna Keli greindist þetta seint með bakflæði, þar sem bakflæði er ekki óalgengt hjá ungum börnum.

„Það olli því að fjölskyldan öll þurfti að vaka í þrjú ár. Hann grét í þrjú ár og ég þurfti auðvitað bara að hætta í minni vinnu og var alltaf að sjá um þetta sárkvalda barn. Ef bakflæði er ekki höndlað í svona langan tíma verður það að bakflæðissjúkdómi og þessi sjúkdómur hefur áhrif og sýkir önnur líffæri í líkamanum.“

Ísland í dag heimsótti Margréti og fékk að heyra sögu fjölskyldunnar og má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing