Auglýsing

Harry prins og Meghan Markle hugga fórnarlömb brunans

Sést hefur til Harry Bretaprins og Meghan Markle hughreysta fórnarlömb hinna hörmulegu skógarelda í Los Angeles sem hafa gjöryeyðilagt þúsundir heimila.

Þúsundir manna hafa misst heimili sín í þeim hörmulegu skógareldum sem hafa gengið yfir í Los Angeles og hafa margar heimsþekktar stjörnur misst heimili sín.
Meghan Markle og Harry prins hafa sést hughreysta fórnarlömb skógareldanna en þau opinberuðu nýlega að þau hefðu opnað heimili sitt fyrir vinum og ástvinum sem hafa neyðst til að yfirgefa sig sín eigin heimili. Hjónin eru einnig sögð hafa gefið þurfandi fólki vistir, eins og fatnað, barnavörur og aðrar nauðsynlegar vistir.

Á föstudaginn voru þau að deila út matarpökkum til bágstaddra í ráðstefnumiðstöðinni í Pasadena sem hefur verið notuð sem rýmingarmiðstöð. Þau sáust taka utan um stofnanda World Central Kitchen, Jose Andres, en samtökin hafa verið að deila út máltíðum til þeirra sem þurfa á að halda.

Þau tóku líka utan um borgarstjóra Pasadena, Victor Gordo, sem var þeim þakklátur fyrir að mæta á svæðið og sýna þessa viðleitni.

Hjónin hafa gefið það út að þau sé tilbúin að yfirgefa heimili sín líka ef svo ber undir og hafa nú þegar pakkað öllu þeirra helsta fyrir sig og börnin þeirra, Archie (5) og Lilibet (3) og flýja eldana.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing